Jóhanna Ey hefur verið að vinna að hönnun sinni síðan 2009 þegar hún kláraði skólann. Hún hefur tekið þátt í hinum ýmsu sýningum þar á meðal Brige to Invation sem var liður í tískuviku Kaupmannahafnar í febrúar árið 2010 og var þar unnið að því að koma ungum hönnuðum á framfæri. Einnig tók hún þátt í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur í nóvember 2010.

Jóhönnu Ey finnst skemmtilegast að vinna með náttúruleg hráefni og hefur hún mikið unnið með ull í kápur og kjóla og einnig fiskiroð í hinum ýmsu verkefnum.