Jóhanna Ey fór í grunnskóla á Sauðárkróki. Þegar grunnskólagöngu hennar lauk árið 2004 tóku svo við 3 ár í Fjölbrautarskóla Noðurlands Vestra.

Árið 2007 lá svo leiðin út til Kaupmannahafnar að leggja stund á nám í Fatahönnun við Københavns Mode- og Designskole sem hún svo útskrifaðist úr sumarið 2009.

Eftir útskrift úr Københavns Mode- og Designskole í Danmörku flutti hún svo aftur heim í Skagafjörðinn sumar 2013, þá með mann og tvo drengi og kláraði hún stúdentsprófið vorið 2014.

Haustið 2015 byrjaði Jóhanna Ey svo að læra Húsa og Húsgagnasmíði við Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra.